expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, October 20, 2013

Bananasplitt bollakökur


Þessar kökur er hrikalega góðar!! Snilld sem eftirréttur t.d um helgar eða í afmælið. Kakan sjálf er líka mjög góð ein og sér og hægt er að nota uppskriftina til þess að gera eina köku í hringlaga bökunarformi, gott er þá að setja glassúrið onfa á þá köku og borða með t.d. rjóma.

Bananasplitt bollakökur

Ca 24-30 stk
300 g. hveiti
1 ½ tsk. lyftiduft
230 g. smjör við stofuhita
450 g. sykur
4 egg
2 ½ dl. mjólk
2 meðal stórir þroskaðir bananar (stappaðir)
2 tsk. vanilludropar
200 g. banana PIPP


Aðferð
Raðið bollakökuformum í mót og hitið ofninn í 180 gráður.

Hrærið smjörið þar til það er orðið mjúkt. Bætið sykrinum saman við og hrærið þar til blandan er orðin ljós og létt. Bættu við eggjum, einu og einu í einu og hrærðu vel á milli. Stappaðu bananana vel og bættu þeim saman við. Blandið hveitinu og lyftiduftinu saman og blandið saman mjólkinni og vanilludropunum. Bætið hveitiblöndunni og mjólkinni saman við smá og smá í einu og hrærið léttilega á milli. Passið að hræra ekki of mikið því þá getur kakan orðið seig. Skerið 200 g. af banana PIPP niður í litla bita og blandið saman við deigið með sleif. Setjið deigið í formin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3.
Bakið í ca. 20 mín. eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju kökunnar.

Kælið kökurnar vel. Sprautið vanillukreminu ofan á kökurnar, setjið rúmlega 1 msk. af súkkulaðiglassúr á hverja köku og setjið 1 stk. kirsuber ofan á toppinn ásamt marglituðum sprinkles. Geymið inn í ísskáp þar til þær eru bornar fram.

Vanillukrem
250 g. smjör við stofuhita
500 g. flórsykur
4 tsk. vanilludropar
2-4 msk. mjólk

Hrærið smjörið þar til það er orðið mjúkt. Bætið flórsykrinum smá og smá saman við og hrærið vel á milli. Bætið mjólkinni og vanilludropunum saman við. Ef ykkur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta smá mjólk saman við. Hrærið þar til kremið þar til það er orðið mjúkt og hefur náð ljósum lit.

Súkkulaðiglassúr
100 g. flórsykur
2 msk. dökkt kakó
25 g. smjör bráðið
2-4 msk. heitt vatn

Blandið kakóinu og flórsykrinum saman og hrærið vel. Bræðið smjörið og blandið því saman við, bætið heitu vatni saman við glassúrið og hrærið vel þar til allt hefur blandast vel saman.

Njótið 

ThelmaNo comments:

Post a Comment