expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Tuesday, April 1, 2014

Nutella-oastamús með oreo og rjóma

Þessi uppskrift er úr bókinni minni Freistingar Thelmu og hefur verið mjög vinsæl á meðal fjölskyldu og vina, enda alveg fáránelga einföld. En eins og ég segi...þá er aldrei afsökun fyrir því að hafa ekki eftirrétt með í boði í matarboðinu.....tekur næstum enga stund og sú stund er til :)Hver elskar ekki eftirrétti sem þarf ekki mikið að hafa fyrir og þarf ekki einu sinni að baka? Nei, ég bara spyr. Snilldin við svona eftirrétti er sú að maður þarf lítið að hafa fyrir þeim, maður getur borið þá fram í fallegum glösum og dúllað sér við að skreyta fallega í lokin. Þeir sem eru hrifnir af hnetum og súkkulaði ættu að prófa þennan eftirrétt.


Fyrir 4-6 manns
Innihald
12 Oreo-kexkökur
45 g smjör
225 g rjómaostur
210 g Nutella-hnetusmjör
1 tsk vanilludropar
230 ml rjómi

Toppur
½ lítri rjómi
Súkkulaðispænir
Salthnetur
Aðferð
Setjið Oreo-kex í matvinnsluvél og hakkið vel. Bræðið smjör og blandið því saman við kexið og hrærið vel saman. Skiptið kexblöndunni á milli glasanna og þrýstið niður í botninn. Hrærið rjómaostinn og hnetusmjörið saman þar til blandan verður létt og mjúk. Bætið vanilludropum saman við og hrærið vel. Þeytið rjóma og blandið honum saman við rjómaostablönduna með sleif. Setjið rjómaostablönduna í sprautupoka og sprautið henni jafnt í glösin. Setjið plastfilmu yfir glösin og kælið í u.þ.b. 2 tíma.
Toppur
Þeytið rjóma og sprautið honum fallega ofan á ostamúsina. Skreytið með súkkulaðispónum og söxuðum salthnetum. Geymið í kæli þar til ostamúsin er borin fram.

Þangað til næst...
Thelma

No comments:

Post a Comment