expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, June 29, 2014

Frönsk súkkulaðikaka með súkkulaðiglaze og berjum!

Hversu frábær eru brúðkaup??  þau eru falleg, skemmtileg, fyndin, rjómatísk og já svo margt meira og svo fær maður oftast góðan mat og ágætan eftirrétt!! Ein besta vinkona mín gifti sig fyrir stuttu, brúðkaupið hennar var án efa fullkomið! og hún var gordjöss!!

Hérna erum við æskuvinkonurnar :)

 Hún var með kransakökubita fyrir gestina með kampavíninu á meðan gestirnir biðu eftir þeim hjónum og ég gerði slatta af vanillugott bollakökum.

 Skreytingarnar í salnum voru æðislegar, hún elskar kóngablátt!! það voru súkkulaðikossar í kössunum fyrir gestina.

 

Síðan voru þessar guðdómlegu brownies í eftirrétt, þær eru svo góðar að þær bráðna í munni!! ég aðstoðaði hana við að baka þær en hún gerði þó mest allt sjálf, þvílíkur snillingur. Hún var með stórt hjartalaga form sem hún bakaði þær í sem kom mjög vel út.

Frönsk súkkulaðikaka

4 egg
2 dl sykur
200 g smjör
200 g dökkt suðusúkkulaði
1 dl hveiti

Þeytið eggið og sykurinn vel saman þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman í potti yfir meðalháum hita og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Setjið hveitið saman við súkkulaðið og hrærið þar til það hefur blandast vel saman. Hellið því næst súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og hrærið léttilega saman þar til allt hefur náð að blandast saman, passið að hræra ekki of mikið.

Bakið við 170 gráður í 30 mínútur. Fyrir brúðkaupið gerðum við 1 og 1/2 uppskrift og bökuðum í rúmar 42-45 mínútur, það er líka gott að stinga prjón í miðja kökuna og þegar hann kemur næstum því hreinn upp úr er hún tilbúin. Gott að baka með undir og yfirhita.

Mikilvægt! Gott er að smyrja bökunarformið vel að inna og setja smjörpappír í botninn svo auðvelt verði að taka kökuna úr forminu, sérstaklega ef það er ekki smelluform. Þegar þið takið kökuna úr ofninum verði þið að leyfa henni að  kólna alveg áður en þið skellið henni úr forminu, þetta er mjög mikilvægt því kakan er blaut og mjúk í sér og því gæti hún brotnað ef kakan er ekki orðin alveg köld í gegn þegar hún er tekin úr forminu. Það er gott að setja platta yfir formið og hvolfa því svo þannig hún fari beint á diskinn sem hún á að vera á.

Súkkulaðiglaze

70 g smjör
150 g súkkulaði
3 msk sýróp

Bræðið allt saman í potti og látið svo súkkulaðiblönduna kólna aðeins svo að kremið þykkni og auðveldara verður að hella því á kökuna. Setjið kremið á kökuna þegar kakan hefur náð að kólna alveg. Kremið lekur aðeins niður hliðarnar á kökunni en það er auðvelt að þrífa það í burtu.

Skreytið með berjum af vild og sigtið flórsykur yfir til skrauts!

Tips!  Það er ekkert mál að frysta þessar kökur, vinkona mín bakaði þær svolítið áður en brúðkaupið var og skellti þeim strax í frystinn, pakkaði þeim vel inn í smjörpappír og poka. Þær voru eins og nýjar! En ekki frysta þær með súkkulaðiglazinu heldur setjið það á samdægurs eða daginn áður. 




Ég fékk svo að gera eina litla sæta brúðartertu með hjartalaga stjörnuljósum :)

þangað til næst!

Kveðja 
Thelma

No comments:

Post a Comment