Eftir að ég gerði myntu bollakökurnar um daginn fyrir bloggið á Gott í Matinn sagðist Mr. Handsome að hann væri til í myntuís sem eftirrétt á páskadag. Mín var ekki lengi að hugsa og ákvað að skella í einn slíkann, þessi tilraun heppnaðist alveg fábærlega vel og Mr. Handsome gaf honum 10 í einkunn og fannst einstaklega gott að hafa Oreo botninn í bland við ísinn. Afsakið hvað uppskriftin kemur inn seint, en þið hafið ennþá tíma til þess að skella í eina uppskrift fyrir annað kvöld :)
Innihald
Oreo botn
1 pakki Oreo kexkökur, hakkaðar í
matvinnsluvél eins smátt og hægt er.
Settu hökkuðu Oreo kexin í botninn á eldföstu
móti og þrýstu niður í botninn og upp á hliðarnar og settu til hliðar.
Ís
6 egg
6 msk.
sykur
7 dl.
rjómi
1/2
tsk. vanilludropar
2 tsk. piparmyntudropa
(3 tsk. fyrir þá sem vilja meira myntubragð)
170 gr.
púðursykur
200 g.
Pipp piparmyntu gróf saxað
100 g.
Pipp piparmyntu fyrir skraut ofan á kökuna
2
dropar af myntugrænum matarlit (gelmatarlit)
Þessi
uppskrift er rúmlega 2 til 2.5 lítrar af ís, auðvelt að helminga uppskriftina
fyrir minna magn. Best er að nota meðal stórt smelluform til þess að ná ískökunni
úr á sem auðveldastan hátt.
1.
Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman þangað til blandan verður ljós og létt.
2.
blandið púðursykrinum varlega saman við.
Þeytið
rjómann og blandið honum varlega saman við ásamt pippinu grófsöxuðu.
3.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við ásamt vanilludropunum og
piparmyntudropunum.
4.
Hellið ísblöndunni yfir Oreo botninn og frystið í rúmlega 5 klst.
Þegar
ískakan er tekin út er best að...
strjúka
hliðarnar á forminu með heitri tusku, þannig losnar það fallega frá og
skemmir ekki ísinn. Takið síðan beittan hníf og skerið undir kökuna og færið á
diskinn sem þið ætlið að bera kökuna fram á.
Skraut
ofan á kökuna
Bræðið
50 g. af pipp ásam 4 msk. af rjóma í potti yfir meðalháum hita og hrærið alveg
þangað til þetta hefur blandast vel saman. Skreið hin 50 g. af pippinu til þess
að skreyta ofna á kökuna og skreytið svo með brædda pippinu yfir af vild eða
notið sem íssósu með ísnum.
Verði ykkur að góðu :)
Fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir myntu þá mæli ég eindregið með þessum ís sem er sjúklega góður, Rommrúsínu ís
Njótið og gleðilega páska!
Thelma
Piparmyntu ísinn er æðislegur. :)
ReplyDelete