expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, May 27, 2016

Sítrónu-ostamús með Oreo og pekanhnetum


Sítrónu ostakaka í glasi

Fyrir um 6 manns

Botn
1 pk Golden Oreo kexkökur (154g)
50 g pekanhentur

Ostakaka
226 g rjómaostur
Börkur af 2 límónum
2 tsk sítrónusafi
½ tsk vanilludropar
5 msk  sítrónu búðingur (aðeins duftið)
250 ml rjómi

Toppur
250 ml rjómi
Pekanhnetur 

Aðferð
Setjið Oreo kexkökur og pekanhnetur í matvinnsluvél og hakkið þær gróflega. Skiptið blöndunni milli glasanna og þrýstið niður. Þeytið rjómaostinn þar til hann verður mjúkur og sléttur. Bætið við rifnum sítrónuberki, sítrónusafa (úr sítrónunni) og vanilludropum. Hrærið þar til allt hefur blandast saman.  Blandið því næst 5 msk af lemon jello dufti saman við og hrærið vel. Þeytið rjómann þar til hann stendur og blandið honum saman við rjómaostablönduna með sleif. Hrærið þar til rjóminn hefur blandast vel saman við. Setjið ostablönduna í sprautupoka og sprautið henni jafnt í glösin. Kælið í rúmlega 2 klst. Þeytið rjóma og sprautið honum fallega ofan á (ég notaði Wilton 1M) og skreytið með söxuðum pekanhnetumVerði ykkur að góðu!

Thelma

No comments:

Post a Comment