expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, August 5, 2016

Jarðarber og Oreo - skyreftirréttur

Jarðarber og Oreo


Innihald
1 pk Oreo kex (15 stk)
¼ lítri rjómi
500 g jarðarberjaskyr
200 g jarðarber

Toppur
¼ lítri rjómi
Oreo kex

Aðferð
Setjið Oreo kexið í matvinnsluvél og hakkið gróflega. Setjið 2 msk af Oreo kexi í hvert glas fyrir sig. Þeytið ¼ lítra rjóma og hrærið saman við jarðaberjaskyrið. Grófsaxið jarðarberin og blandið þeim varlega saman við. Setjið skyrið í sprautupoka og sprautið því jafnt í glösin. Þeytið restina af rjómanum eða ¼ lítra og sprautið honum ofan í hvert glas og skreytið með hálfri Oreo kexköku. Geymið í kæli þar til borið er fram. 

Einnig er hægt að nálgast uppskriftia á vef Gott í matinn þar sem þið getið margfaldað hana að vild. 

Kveðja, Thelma

No comments:

Post a Comment