expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Friday, April 18, 2014

Eftirréttir fyrir páskana

Oh my god! það bíða mín nokkur stór og girnileg páskaegg frá Nóa Siríus inn í ísskáp, þegar ég opna ísskápinn þá stara þau bara á mig.....þau eru örugglega að hugsa, hver af okkur verður fyrstur! Eitt páskaeggið starði alveg sérstaklega á mig í gær þegar ég opnaði ísskápinn og áður en ég vissi af var það búið! ég veit ekki hvað gerðist en það er ótrúlega auðvelt að stúta heilu páskaeggi án þess að hafa nokkuð fyrir því! hafi þið lent í þessu??? það lá við að ég æti málsháttinn líka.....Mr. Hansome minnti mig pent á að það væri ekki páskadagur.....og ég varð bara reið út í hann og sagði að við ættum hvort eð er svo mörg egg! þurfti hann endilega að segja þetta??  

En allavega.... 

Ég gerði uppskriftir fyrir páskabækling Nóa Siríus sem hangir gefins í flestum verslunum landsins svo endilega nælið ykkur í eintak.



Eftirréttir skipta miklu máli í góðu matarboði, fólk skilur alltaf eftir smá pláss í mallanum fyrir eftirréttinn og fólk eiginlega býst nú bara við einhverjum hriklega júsí og góðum eftirrétt yfir hátíðarnar, allavega gerir fjölskyldan mín það! Og af því að það eru páskar ætla ég að deila með ykkur eftirréttum sem ég mæli með :)

Ég ætla að byrja á þessari hrikalega girnilegu ísköku sem verður í eftirrétt hjá minni fjölskyldu á páskadag! Þessi uppskrift er í Páskabækling Nóa Siríus sem fæst í helust verslunum. 

Kanilískaka með 
Nóa kroppi og karamellu Pippi


Innihald
6 stk egg
6 msk sykur
150 g dökkur púðursykur
7 dl rjómi, þeyttur
200 g konsum súkkulaði
Fræ úr 1 stk vanillustöng
1 tsk vanilludropar
2 tsk kanill

Toppur
1 poki Nóa kropp
100 g karamellupipp og 3 msk rjómi, bráðið

Aðferð
Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Grófsaxið 100 g súkkulaði og blandið saman við ísblönduna. Blandið því næst fræjum úr 1 vanillustöng og vanilludropum saman við. Þeir sem vilja geta síðan þeytt eggjahvíturnar þar til þær verða stífar og blandað þeim saman við ísinn svo það verði meira úr honum eða geymt þær til annarra nota. Hellið ísblöndunni í hringlótt smelluform, bræðið hin 100 g af súkkulaðinu, hellið yfir ísinn og létthrærið í forminu. Frystið ísinn í lágmark 5 klst. Þegar ísinn er tekinn út er gott að láta hann standa aðeins við stofuhita svo auðvelt sé að ná ískökunni úr forminu. Takið beittan hníf og skerið undir botninn á ísnum og færið yfir á kökudisk. Skreytið ísinn með Nóakroppi og bræðið karamellpippið ásamt rjómanum og hellið yfir. Ísinn geymist vel í rúma 3 mánuði í frysti.  


Pipp myntuískaka með oreo botni 

Þessi ís er unaðslega góður og ferskur og oreo botninn toppar þetta algjörlega! mæli með þessu ís!

Uppskriftina má finna hér Pipp myntuískaka með Oreo botni


Karamellu brownie to die for!
Þessi brownie er best af þeim öllum og er engu lík, góð með þeyttum rjóma og/eða ís!

Uppskriftina má finna hér Karamellu Brownie to die for!

Marengs súkkulaðidraumur

Halló himnaríki! þvílík bomba sem þessi kaka er! og svona fyrir þá óákveðnu sem geta ekki valið milli þess að hafa marengs eða súkkulaðiköku!

Uppskriftina má finna hér  Marengs súkkulaðidraumur

Nutella-ostamús með oreo og rjóma
Þessi ostamús og hrikalega góð! og það besta við hana er að það þarf ekki að baka neitt, bara skella saman í skál, malla saman og sprauta í falleg glös og skreyta!

Uppskriftina má finna hér Nutella-ostamús með Oreo og rjóma

Salthnetumarengs með rjóma 
og Dumle karamellukremi

Ok, smá mess ég veit! en sjúúúúúklega góð! það eru salthnetur í marengsnum og svo nóg af kramellu og rjóma! og ef þér finnst það ekki nóg þá ertu örugglega einn af þessum vanþakklátu!
Marengs
6 egg
350 g sykur
200 g salthnetur

Aðferð
Hrærið eggjahvítur og sykur saman þar til blandan verður stíf og stendur. Blandið salthnetum saman við og hrærið varlega með sleif þar til þær hafa blandast vel saman. Setjið bökunarpappír á bökunarplötur og myndir þrjá jafna hringi. Skiptið marengsinum í þrjá jafna hluta og dreifið úr honum í fallega hringi. Bakið við 150 ̊̊̊ C í 1 klst eða þar til marengsinn er þurr viðkomu.

Dumle karamellukrem
4 eggjarauður
130 g flórsykur
120 g dumle karamellur + 4 msk 2

½ lítri rjómi þeyttur

Aðferð
Setjið Dumle karamellur í pott yfir meðalháan hita ásamt rjómanum og hrærið þar til karamellurnar hafa bráðnað alveg. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Látið karamellublönduna ná stofuhita og blandið henni saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið karamellukremið á milli botnanna og ofan á efsta botninn ásamt þeytta rjómanum. Skreytið með söxuðum salthnetum. Karamellukremið á það til að leka aðeins niður og út fyrir en það er bara þannig eins og það á að vera og gerir hana enn betri.

Brakandi súkkulaðimús með oreo og rjóma

Einföld og góð súkkulaðimús sem öllum líkar!

 Uppskriftina má finna hér Brakandi súkkulaðimús með Oreo og rjóma


Kaloríubomba sem aldrei klikkar

Ok! einföld, fljótleg og ógeðslega góð? er það ekki það sem við viljum? og það góða við þessa köku það er ekki hægt að klikka við gerð þessarar köku því það skiptir ekkert máli hvernig hún lítur út því það er bragðið sem skiptir öllu! og já þetta er eiginlega ekki kaka heldur bara MESS í skál með nokkrum kaloríum!
Uppskriftina má finna hér Kaloríubomba sem aldrei klikkar

Blaut súkkulaðikaka með Marengskremi

Silkimjúk kaka með marengskremi! draumur í dós.

Uppskriftina má finna hér Blaut súkkulaðikaka með marengskremi

Verði ykkur að góðu og gleðilega páska....og munið, súkkulaði er sérlega holt á þessum tíma árs! Það segir allavega páskakanínan!

Kveðja
Thelma

2 comments:

  1. Þegar þú gerir Dumble karamellukremið, seturðu þá þeyttan rjóma með karamellunum í pott? Ég er ekki alveg að skilja uppskriftina :)

    ReplyDelete
  2. Já bræðir Dumble karamellurnar með rjómanum óþeyttum svo þær bráðni betur. Kv. Mr. Handsome !!!

    ReplyDelete