expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Monday, February 11, 2013

Bláberja bollakökur með rjóma


hmmmm....þessar eru einfaldar og fljótlegar og henta einstaklega vel með sunnudagskaffinu...


Undirbúningstími 20 mín. Bökunartími 25 mín. ca 30 stk.


375 gr. hveiti
1 msk. lyftiduft
½ tsk. salt
225 gr. smjör við stofuhita
390 gr. sykur
4 egg við stofuhita
2 tsk. vanilludropar
3 msk. rifinn börkur af sítrónu
300 ml. mjólk
2 bollar af ferskum eða frosnum jarðaberjum og nokkur til skrauts

1.       Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu upp ca. 30 stk. bollakökuformum á ofnplötur.
2.       Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti saman og setu til hliðar.
3.       Hrærðu saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt. Bættu eggjum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli. Settu vanilludropa saman við.
4.       Bættu hveitiblöndunni varlega saman við ásamt mjólkinni og hrærðu vel saman á milli.
5.       Blandaðu saman við berki af sítrónu og bláberjum og hrærðu varlega saman við með sleif.
6.       Settu deigið í formin og reyndu að fylla þau ekki  meira en ca. 2/3. Bakið í rúmlega 25 mín.
7.       Kælið kökurnar alveg áður en rjóminn er settur ofan á.


Rjómablanda
½ lítri rjómi
40 gr. flórsykur

Þreytið rjómann þar til hann er alveg að verða tilbúinn, bættu þá við flórsykrinum og þeytið þar til rjóminn er orðinn stífur, passið að þeyta rjómann ekki of mikið. Setjið ofan á kökurnar og skreytið með ferskum bláberjum.

Verði ykkur að góðu!

Thelma

No comments:

Post a Comment