og nýtt Home & Delicious tölublað komið út...
Í nýjasta blaði Home & Delicious deildi ég uppskrift af gamaldags súkkulaðiköku með oreokremi á milli botnannan og vanillusmjörkremi. Kakan er þétt og aðeins blaut í sér sem gerir hana extra júsí :) Svo fann ég þessar flottu mini oreo kökur í kosti sem mér fannst tilvaldar til þess að skreyta kökuna aðeins.
Uppskriftin er frekar einföld og fljótleg ...og ennþá betri!
Gamaldags
súkkulaðikaka með Oreo- og vanillusmjörkremi
Undirbúningstími
1 klst. bökunartími 30 mín.
Innihald
170 g smjör við stofuhita
380 g púðursykur
2
tsk. vanilludropar
3
egg
240 g hveiti
1
tsk. lyftiduft
1
½ tsk matarsódi
80 g dökkt kakó
3
½ dl. rjómi
5 msk
majones
3 tsk sterkt kaffi
Hrærið smjör og
púðursykur vel saman þangað til blandan verður ljós og létt, bætið svo
vanilludropum saman við. Bætið eggjum saman við, einu í einu og hrærið vel á
milli. Blandið hveiti, lyftidufti,
matarsóda og kakói vel saman og bætið því saman við blönduna jafnt og þétt
ásamt rjómanum. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið majonesi og
kaffi saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast saman. Setjið
deigið í tvö 20 cm form eða þrjú minni. Bakið í 30 mín. við 180 gráðu hita,
passið að baka kökuna ekki of mikið því hún á að vera mjög mjúk og örlítið
blaut. Kælið kökurnar alveg. Skerið botnana í tvennt og setjið oreokrem á
milli.
Oreo Krem
125 g. smjör við stofuhita
250 g. flórsykur
2 tsk. vanilludropar
2 msk. rjómi (eða mjólk)
8 stk. oreo kexkökur muldar
smátt.
Hrærið smjörið og
flórsykurinn vel saman. Bættið við vanilludropunum og rjómanum saman við og
hrærið saman. Bætið muldum oreo kökum saman við og hrærið vel saman við.
Smyrjið kreminu á milli allra botnanna. Setjið oreo krem á milli botnanna.
Vanillusmjörkrem
250 g. smjör við stofuhita
500 g. flórsykur
4 tsk. vanilludropar
4 msk. rjómi
Hrærið smjör og flórsykru vel
saman. Bætið vanilludropum ásamt rjómanum saman við og hrærið þar til kremið er
orðið ljóst og vel blandað saman. Smyrjið kreminu utan um kökuna og skreytið af
vild. Einnig er fallegt að skreyta með litlu oreo kökum eða stórum skornum í
tvennt eða í heilu lagi. Geymið kökuna inn í ísskáp þar til hún er borin fram.
Svo mátti ég til með að setja inn mynd af mér og Mr. Handsome!
Verði ykkur að góðu!
Kveðja
Thelma
No comments:
Post a Comment