expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Saturday, February 2, 2013

S´mores Bronwnie´s


S´mores er þekkt frá Bandaríkjunum og er í uppáhaldi meðal margra ef ekki allra amerískra barna. Til gamans má geta að þegar ég bjó í Bandaríkjunum þá heyrði ég að nafnið S´mores væri komið af  "some more" því það er voðalega erfitt að fá sér bara einn bita!

Þessi uppskrift minnir mig þó alltaf á sól og sumar, en það er mjög algengt allavega í minni fjölskyldu að krakkarnir fái að grilla sér sykurpúða í útileigum. 

Það er engin ein rétt leið að gera S´mores, oftast eru þeir gerðir með hafrakexi, súkkulaði og sykurpúða á milli og svo hitað yfir grillinu, en hægt er að gera þetta af vild og ætla ég að deila með ykkur þessum gómsætu S´mores Brownie´s sem bráðna í munninum! 




S´mores
Stilltu ofninn á 180 gráður og smurðu meðalstórt ferkantað bökunarform

Fyrir botninn
1.5 bolli hafrakex sett í hakkavélina þangað til það er orðin fínmalað.
7 msk. smjör, bráðið 
2 msk. sykur


Brownie

8 msk. smjör
120 gr. súkkulaði 
1,5 bolli sykur
2 egg
1/2 bolli hveiti
1 tks vanilludropar 
1/4 tsk salt

Botninn

1. Blandið saman hafrakexinu, brædda smjörinu og sykri í skál og hrærðu þangað til það er orðið vel blandað saman. 
2. Þrýstu því svo jafnt og þétt ofan í smurða bökunarformið, það þarf ekki að fara upp á kanta heldur bara þannig það þeki botninn vel.
4. Bakið í 8 mín. takið fatið svo út og leyfið því að kólna alveg áður en þið setjið kökudeigið ofan á.

Brownie

1. Bræðið saman yfir vatnsbaði súkkulaðið og smjör og hrærið þangað til það hefur blandast vel saman.
2. Blandið sykri, vanilludropum og salti saman við og hrærið vel. Blandið eggjum saman við, einu í einu og bætið síðan hveitinu saman við. Hrærið þangað til allt hefur blandast mjög vel saman. 
3. Hellið blöndunni yfir hafrakex botninn og bakið í rúmar 18-20 mín. og kælið alveg.
4.  Nú er gott að taka kökuna úr bökunarforminu og setja hana á eldfasta plötu.
5. Klippið sykurpúða í tvennt og raðið þeim síðan ofan á kökuna með klístruðu hliðinni niður.
6. Lækkið ofninn örlítið og setjið á grillið, setjið kökuna með sykurpúðunum inn í ofn og grillið þá í rúmlega 2 mín. sykurpúðarnir geta brunnið á mjög stuttum tíma svo það er mikilvægt að fylgjast vel með þeim allan tímann. 
7. Kælið kökuna vel og skerið niður í bita.
8. Borðið - forðist að borða alla bitana á einu bretti!






 Verði ykkur að góðu!

Kveðja 
Thelma

1 comment:

  1. Gæti ég gert þetta daginn áður en ég ætlað bjóða þetta fram en sett bara sykurbúðana á samdægus? Eða gæti ég gert hana alveg daginn áður?
    Svo ef ég tvöfalda uppskriftina helduru að hún passi í ofnskúffu ?

    ReplyDelete