expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Sunday, March 24, 2013

Bakstur helgarinnar!


Jæja vonandi eru þið búin að njóta helgarinnar, hverjir eru búnir að vera baka um helgina? halda upp á fermingar, eða fara í fermingar? Ég er sko aldeilis búin að vera að baka um helgina! Ég var að baka bollakökur og fermingarköku fyrir fermingaveislu og báðar stelpurnar vildu fá vanillukökur með vanillukremi, mér fannst ég ekki vera með þessa fullkomnu upp skrift, þar sem mér finnst vanillukökurnar oft ekki vera eins svona blautar og fluffy í sér eins og súkkulaðikökurnar. En með smá tilraunastarfsemi, google og smakki fann ég uppskrift sem ég breytti til og gerði að mínu mati að hinni fullkomnu moist og fluffy vanilluköku! Smjörkremið var svo geðveikt þó svo ég segi sjálf frá því ég setti slatta rjóma með því og það gerir það alveg silkimjúkt og með því er svo gott að vinna með það, og það bragðast næstum því eins og ís! Ég fékk nokkra til þess að smakka og þar á meðal MR. Handsome yfirsmakkara sem gaf þessari köku 10! ætla að deilda með ykkur mundum hér að neðan og svo mun uppskriftin fylgja mjög fljótlega :) 



Þessi kaka var reyndar ekki fyrir fermingu heldur vinkonuhóp sem var að fara í óvssuferð :)



Fermingarkakan hennar Andreu okkar !

Það tekur sko á að sprauta þessu öllu á kökuna!



Bollakökur!


Svo er næstsa verkefni að baka úr þessu himneska gotterí!
Tilraunir hefjast í næstu viku og vonandi get ég deild með ykkur afrakstrinum fljótlega :)



 XOXO
Thelma

No comments:

Post a Comment