expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Wednesday, April 10, 2013

Þetta er bara auka litningur :)


Þegar prinsinn minn hann Kristófer fæddist fyrir 4 árum hefði ég sko ekki tekið því vel ef einhver hefði sagt mér að þetta væri bara auka litningur en ekki heimsendir! Mér fannst það að eignast barn með downs og mitt fyrsta barn algjörlega vera heimsendir og ég sá ekki framtíðina fyrir mér. Mér fannst lífið eiginlega bara búið og að það væri búið að eyðileggja það algjörlega fyrir mér, alla mína drauma og allt það. Í dag er ég á allt öðrum stað og hef lært mikið á því að Kristófer kom inn í líf okkar, hann er algjör snillingur og ég gæti ekki lifað án hans. Ég hef líka kynnst yndislegu fólki vegna hans og langar mig að deila með ykkur bloggfærslu sem hún Sibba vinkona mín skrifaði um daginn. Algjör supermom með 3 börn og er eitt þeirra með downs, hann Viktor sem var svo heppinn um daginn að verða stóri bróðir! Ég las umræðu á netinu um daginn þar sem einhver var að tjá sig um að hann gæti ekki hugsað sér að eignast barn með downs og sagði "ég get ekki hugsað mér að eignast barn sem vantar litning í" ég hló upphátt, því hjá einstaklingum með downs vantar sko engan litning! þvert á móti, þau eru með 3 litninga á 21 litningapari, s.s. 3 litninga í stað 2, þeir græddu auka litning sem gerir þau svo sérstök og svo yndisleg. Hérna er hægt að lesa blggið hennar Sibbu. Við hlökkum til að hitta Sibbu og co. núna í maí, en þau búa úti í Belgíu þar sem Ólafur Ingi er að spila fótbolta þar.

Mig langar líka til þess að fræða ykkur aðeins fyrir ykkur sem ekki vitið nú þegar, en 21.3 hvers árs er alþjóðlegur dagur downs heilkennis, en það er vegna þess að einstaklingar með downs hafa 3 eintök af litningi 21. Í tilefni dagsins í ár kom Sindri hjá Íslandi í dag og ræddi við nokkra foreldra og þar á meðal mig og manninn minn um Kristófer og lífið í leikskólanum hjá honum og tveimur öðrum flottum strákum sem eru á sama leikskóla og Kristófer. Hérna geti þið nálgast videoið.

 Litlu glókollarnir okkar síðasta sumar


Kristófer að gera ahhhhh við Viktor :)

Ég hef líka verið svo heppin að hafa kynnst Sigrúnu Ósk vinkonu vegna Kristófers og gáfum við út bókina Gleðigjafar, frásagnir foreldra einstakra barna, sem ég mæli með að allir foreldrar lesi þó svo ég segi sjálf frá. Það er bara svo gott fyrir okkur og þroskandi að setja okkur í spor annarra og lesa og læra af reynslu annarra. Viktor og Kristófer eru að sjálfsögðu í þessari bók og Kristófer prýðir forsíðuna og er alsæll með sig þar :)

Kristófer stoltur á forsíðunni :)

Hægt er að Læka síðu bókarinnar hér á facebook

Kveðja 
 Thelma :)



No comments:

Post a Comment