Elsku litli snillingurinn minn hann Kristófer Karl (4
ára) er loksins farinn að átta sig á því hvernig maður hoppar almennilega.
Loksins fara fæturnar frá jörðu hahahaha og svo er hann alveg óhræddur þar sem
nýjasta sportið er að stökkva af þessum stól. Verst að hann setur stundum
ekkert hendurnar fyrir sig ef hoppið tekst ekki alveg og mamman ávallt í
viðbragðsstöðu!
Svo er hann orðin svo duglegur að tala, segir að hann hoppi hátt og setningin
sem ég bráðna alveg við er "mamma, viltu hjálpa mér" og þegar hann
fær súkkulaði hjá mömmu sín og segir " mamma bara einn í viðbót, plís bara
einn" og þá fær hann að sjálfsögðu einn tilviðbótar!
Yndislegt að sjá hvað hann er að þroskast mikið allt í einu núna og maður
sér hlutina gerast aðeins hraðar en vanalega :)
Kristófer með ömmu sín á ættarmóti í sumar
Vona að þið séuð að njóta sumarsins með börnunum ykkar í fríi! við erum allavega að gera það! ( og stundum alveg að verða græn!! en það er önnur saga)
Þangað til næst...
Thelma
No comments:
Post a Comment