expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Monday, January 12, 2015

orkubitar með möndlum og chia fræjumJæja, eru ekki allir í einhverjum heilsugír núna svona fyrstu mánuði ársins? Mr. Handsome þykist alavega vera sykurlaus þessa dagana og er í einhverju mataræði sem ég bara skil ekki. Ég er frekar pirruð á því að hann sé sykurlaus....ég meina common hver á að smakka það sem ég er að fara baka á næstunni??? þetta kemur mér bara í tóm vandræði. Ég spurði hvort hann gæti ekki haft einn svindldag og hann sagði bara stórt NEI. En ég hugsaði bara ok....sjáum hvað hann heldur þetta út lengi !! En ég er ekki alslæm sjálf, ég er byrjuð í ræktinni! keypti mér kort í Sporthúsinu, er búin að vera styrktaraðili í World Class þónokkuð lengi og hef farið svona af og til í ræktina. Ég ákvað að prófa að skipta um umhverfi og sjá hvort að eitthvað gerist!! 

Við erum að fara nokkrar saman í vinnunni í hádeginu og við ákváðum bara að byrja í spinningtíma. það er helvíti fínt, slökkt ljósinn svo það sér enginn hvað þú ert rauð í framan og lafmóð!! svo koma bara diskóljós sem gera mann brúnann og sætann, bara frábær byrjun. Búin að mæta 3x, það er nú eitthvað! meira en á síðasta ári allavega. Svo er frábær kennarinn þarna!

En allavega ég tók mig til og prófaði að búa til orkubar handa Mr. Handsome og hann var mjög hrifinn! þeir sem vilja nota hnetusmjör í stað möndusmjörs þá er það í fínu lagi. Ég nota eingöngu vörurnar frá H-berg því þær eru svo frábærar. Möndlusmjörið þeirra er sjúklega gott og ég mæli með að þið prófið það.

Svo hér kemur uppskriftin!Innihald

160 g grófir hafrar
70 gr avage síróp 
90 gr möndlusmjör
150 g möndlur
170 g döðlur
4 msk hampfræ
4 msk chiafræ

Aðferð

Hitið ofninn í 170 gráðu hita. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og ristið hafrana og möndlurnar í rúmar 15 mínútur, eða þar hafrarnir og möndlurnar eru orðnar gullbrúnar að lit. 

Setjið döðlurnar í matvinnsluvél. Ekki er hægt að nota döðlur sem eru niðurskornar því þær eru of þurrar. Ef þið eruð með möndlur sem hafa þornað aðeins upp er gott að leggja þær í bleiti í heitt vatn í 10 mínútur. Dölurnar þurfa að hjálpa til við að fersta orkubarinn saman. Látið matvinnsluvélina vinna þar til döðlurnar hafa rúllast upp í kúlu eins og deig. 


Takið hafrana og möndlurnar út úr ofninum og setjið í skál ásamt hamp- og chiafræjum og döðlunum. Gott er að slíta döðlurnar í sundur í minni bita. Ég nota t.d. stundum skæri tl þess að gera mér það auðveldara fyrir. 

Hitið sírópið og möndlusmjörið á pönnu eða í potti yfir lágum hita, hrærið þar til það hefur blandast vel saman. Hellið möndlusmjörsblöndunni yfir hafranablönduna og hrærið allt mjög vel saman. Hérna er einnig gott að nota hendurnar til þess að blanda döðlunum vel saman við og hnoða blönduna svo vel saman. 


Setjið smjörpappír í form ca, 20x20 cm og þrýstið blöndunni jafnt og þétt vel niður. Gott er að setja bökunarpappír ofan á og þrýsta vel niður svo allt festist sem best saman. Því betur sem þið þrýstir þessu niður og sama því minni líkur eru á að þetta molni þegar þið skerð þetta í bita. Stjið formið inn í ísskáp og kælið í rúma klukkustund.
Takið bitana út og og skerið í ca 10 bita. Einnig er hægt að geyma þá í frysti. Snilld til að taka með sér í bílinn eða sem millimál. 
Verði ykkur að góðu!
Thelma

No comments:

Post a Comment