expr:class='"loading" + data:blog.mobileClass'>

Thursday, January 8, 2015

10 vinsælustu uppskriftirnar á árinu

Gleðilegt ár öllsömul og ég vona að þið hafið haft það gott yfir jólin! Við fjölskyldan gerðum það allavega og skelltum okkur til Florida með stórfjölskyldunni. Það var mikið fjör og yndislegt að vakna í björtu og geta sest út með morgunkaffið sitt. Krakkarnir voru eins og soðnar rúsínur alla ferðina því þau voru í sundlauginni allan daginn og stundum á kvöldin. Dóttirin farin að kafa og standa á höndum í lauginni og Kristófer karl farinn að dýfa hausnum aðeins ofan í og varð minna hræddur en hann hefur stundum verið í vatninu sem er mikill sigur! 


Við höfum aldrei farið svona áður að vetri til í sólina og guð hvað ég mæli með því, það bjargar alveg geðheilsunni. Við skelltum okkur svo í wall-mart og keyptum jólatré tilbúið með öllu, þvílík snilld og reyndum að hafa smá jólalegt. Við fylgdumst svo vel með spánni hérna heima sem var nú ekki til að hrópa húrra fyrir! Við gistum í æðislegu hverfi sem heitir Reunion Resort sem er staðsett í Kissimmee. Þetta er rosalega fallegt hverfi og sum húsin þarna eru eins og gott fjölbýlishús hérna því þau eru svo stór. Það er vatnsrennibrautagarður í hverfinu fyrir krakkana og fullt af sundlaugum ef maður vill fara aðeins frá húsinu. það er mjög vel staðsett, rétt við hraðbraut og nálægt Disney görðunum svo ég mæli algjörlega með þessu hverfi ef þið hugið að Flórídaferð á næstunni. 


Hérna er árleg jólamynd sem tekin var af mér og Mr. Handsome! hann er nú eitthvað rembingslegur á svipinn þarna, það er allavega ekki ég sem þyngist neitt sko! Hann hlýtur bara að vera rýrna eitthvað kallinn! Kristófer hangir svo þarna á löppunum á pabba sínum, vildi fá að vera með!

Kristófer var svo spenntur yfir jólunum og þóttist lesa á pakkana og færði fjölskyldumeðlimum sína pakka ásamt systur sinni.

Hildur Emelía breyttist í Elsu! hvað annað!

Við fórum að sjálfsögðu í Disney garðana og fórum meðal annars í Animal Kingdom. Sá garður var æði og það var yndislegt að upplifa það í gegnum krakkana og þá sérstaklega Kristófer. Kristófer sagði bara með stjörnur í augunum, ég er kominn til Afríku! Hann hefur nefnilega horft á allar Madagaskar myndirnar og er algjörlega heillaður!! hann hitti Alex, Matta, Gloriu og Melman félaga sína í Animal Kingdom og var í skýjunum elsku barnið! Það er mjög fyndið þegar Kristófer hefur verið með mér í búðinni að kaupa inn og vælir í mér, langar til Afríku, langar til Afríku....kannski ekki það sem börn eru að biðja um dagsdaglega...ég segi að sjálfsögðu bara já förum þangað!! 

Hérna er svo Gloria og Mótó Mótó að baða sig!

Melman heilsaði líka upp á okkur og var alveg við bílinn okkar. Kristófer kallaði hátt, hæ Melman ég er komin heim til Afríku!

Matti var svo bara að chilla og bíta gras!

Kristófer fékk svo apa, hann eeeeelskar apa!En núna erum við sem sagt komin heim í góða veðrið! Mig langaði til þess að deila með ykkur 10 vinsælustu uppskriftunum á síðunni minni á árin 2014! Ég lofa að vera duglegri að blogga á nýju ári og kannski mun ég reyna að gera meira í hollari kantinum.....eru annars ekki allir í átaki? allavega í janúar? svo hættir maður kannski í svona mars?? :)


En hérna koma 10 vinsælustu uppskriftirnar á síðunni árið 2014!
Verði ykkur að góðu
ThelmaNo comments:

Post a Comment