Í fyrra sumar fékk ég skemmtilegt símtal frá engri annarri en Jennifer Connelly! jebb hún hringdi bara í mig. En hún var á landinu allt fyrra sumar þar sem hún leikur í myndinni Noah sem kemur út 2014. Hún var hér ásamt fjölskyldu sinni í saumar og bjuggu þau í húsi úti á Seltjarnarnesi.
Já! Jennifer hringdi í mig bara sí svona og bað mig um að baka eldfjallaköku handa syni sínum og ég var ekki lengi að segja já! Hún sagðist yfirleitt baka sjálf fyrir strákana og með því að fá köku frá mér myndu þeir loksins uppgötva hvað þeir hafa verið að missa af öll þessi ár, þar sem hún sagði að kökurnar sínar væru ekkert þær bestu í bænum. Stellan vildi fá „yellow cake“ sem er bara venjulegur svampbotn, rjóma, jarðaber og súkkulaði. Hún sagði líka að hann elskaði allt með Oreo svo hann fékk því nokkrar Oreo cupcakes sem hann var hæðst ánægður með. Uppskriftin af Oreo bollakökunum má finna hér á síðunni. Stellan varð 9 ára þann 5. ágúst.
Hægt er að sjá símtalið við Jennif er á Gott í Matinn og hægt að lesa meira um þetta á Smartland
Ég og Mr. Handsome kíktum svo til þeirra með kökurnar á sunnudagsmorgni þar sem vel var tekið á móti okkur. Það var svolítið mál að koma kökunni inn í ísskáp hjá þeim þar sem hún varð aðeins stærri en ég lagði upp með í fyrstu, en það tókst á endanum! Bróðir hans veinaði þegar hann sá kökuna, en þau bönnuðu Stellan að koma upp þar sem kakan átti að vera surprise um kvöldið. Það tók dálítinn tíma að taka til í ísskápnum hjá þeim til þess að koma kökunni fyrir en það tókst á endanum.
Það sem var helst í ísskápnum hjá þeim var allt lífrænt, djús, grænmeti og allskonar dót sem er mjög holt og ég kann ekki að skrifa nöfnin á! Halló! og svo ein risa hlussu kaka full af sykri og allskonar jukki frá mér :) Þau voru mjög afslöppuð og nývöknuð þegar við komum og allir að fá sér morgunmat, þau voru óvenju venjuleg, maður býst einhvern vegin við því að þetta fólk sé eitthvað öðruvísi en við hin, en þau eru það ekki. Hún var með grátandi barn á handleggnum og að mauka graut fyrir hana í hinni, morgunkorn á gólfinu og allt á fullu, bara svona eins og heima hjá mér og þér.
SMS
Stellan loved the cake. He squealed with happiness when he saw it. He took loads of photos of it and said it was delicious. Thank you so much- it was a huge success. And he had cupcake for breakfast yesterday! He couldn´t have been happier. - Jennifer
Já, það eru sko ekki allir sem geta sagst hafa bakað fyrir Hollowood stjörnu! Og ég bíð spennt eftir símtali fyrir næsta afmæli! Ha, ha, ha...
Uppskriftin
Svampbotn
226 g smjör við stofuhita
375 g hveiti
1 msk. lyftiduft
½ tsk. salt
390 g sykur
4 egg
2 tsk. vanilludropar
270 ml. mjólk
Hitaðu ofninn í 180 gráður og settu í tvö meðalstór form. Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og settu til hliðar. Hrærðu saman smjör og sykur þar til blandan verður ljós og létt, bættu eggjunum saman við einu í einu og hrærðu vel á milli. Skafðu hliðarnar og blandaðu vel saman. Bættu vanilludropum saman við.
Fylling
½ lítri rjóma, þeyttur
4 kókosbollur
1 askja af jarðaberjum skorin smátt niður
Þeyttu rjómann og blandaðu saman kókosbollunum og jarðaberjunum saman, settu á milli botnanna.
Krem (þetta krem er sjúkt og hægt að nota á hvaða köku sem er)
60 g smjör við stofuhita
250 g rjómaostur við stofuhita
500 g flórsykur
1 – 2 tsk. vanilludropar
200 g bráðið súkkulaði
1 msk. dökkt kakó
Hrærðu smjörið og rjómaostinn saman þangað til blandan verður mjúk. Bættu flórsykrinum saman við, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli. Bættu vanilludropum saman við. Blandaðu saman við brædda súkkulaðinu og kakóinu og hrærðu vel. Smurðu kreminu á kökuna. Skreytt að vild.
Njótið!
Kveðja
Thelma
No comments:
Post a Comment